Um Okkur
Ykkar ánægja er okkar metnaður
Fyrirtækið Bragðlaukar var stofnað þann 1. ferbúar 2017 með þeim tilgangi að bjóða fyrirtækjum sem og einstaklingum upp á ferskan og bragðgóðan hádegsiverð á viðráðanlegu verði.
Fyrirtækið er rekið af hjónum sem hafa langa og víðamikla reynslu úr veitingageiranum. Þau heita Sigfús Jónsson matreiðslumaður og Arna Sif Gunnarsdóttir þjónustu- og framkvæmdastjóri.
Hjá fyrirtækinu starfa reynslumiklir starfsmenn sem koma víða að úr veitingageiranum og eru með langa og afar góða starfsreynslu.
Þau eru fagmenn miklir og eru vel að sér þegar kemur að gæðum og þjónustu.
Okkar markmið er ykkar ánægja!
Okkur er annt um umhvefið og náungann og við erum alltaf að reyna að gera betur í dag heldur en í gær. Hvort um sé að ræða ánægða viðskiptavini, flokkun a rusli, minni matarsóun eða gott klapp á bakið, þá skiptir það öllu máli.
Við hjá Bragðlaukum leggjum mikla áherslu á ferskleika, gæði og persónulega þjónustu.